Færsluflokkur: Bloggar
20.5.2011 | 14:13
Eyjafjallajökull
Í náttúrufræði er ég búin að vera að skrifa um Eyjafjallajökul í powerpointe og setja myndir. Ég byrjaði að skrifa niður upplýsiningar og svo fór ég í tölvu að skrifa allt þar niður svo þegar ég var búin að skrifa fór ég að finna myndir. Síðan setti ég glærurnar á slideshare.net og á bloggið mitt.
Hér fyrir neðan geturu séð glærurnar.
Bloggar | Breytt 22.5.2011 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2011 | 13:41
Hvalir
- Steypireyður er stærstur allra hvala
- Þeir lifa í öllum heimsins höfum
- Háhyrningurinn er grimmastur
- Búrhvalur er með stærsta heilabúið
- Hrefna er minnsta af skíðishvölum hér við land
- Það eru til 8 tegundir af skíðishvölum
- Búrhvalurinn er stærsti tannhvalurinn
- Þegar hval kýrin fæðir kálf keflir hún
- Hvalir eru spendýr með heitt blóð
- Skíðishvalir eru með tvö blástursop
- Tannhvalir eru með eitt blásturop
- Það eru til 15 tegundir af tannhvölum
- Það geta 50 manns staðið á tungu steypireiðs
- Karldýrið er kallað tarfur, kvendýrið kýr og afkvæmi kálfur
- Það eru tvær ætir af hvölum, þær eru skíðishvalir og tannhvalir
- Hnísa er minnst af öllum hvölunum
Hér geturu séð myndband
Bloggar | Breytt 23.5.2011 kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2011 | 11:00
Heimildarritgerð
Ég er búin að vera að vinna að ritgerð sem er um lífið á 13.öld. Það sem ég byrjaði á því að gera er að ég las bókin Gásaátan en hún er eftir Brynhildi Þórarinsdóttir. Síðan fór ég að skrifa svör við spurningum sem var látið mig fá. Ég notaði tvær bækur til þess að svar spurningunum þær heita Gása gátan og Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum. Þegar ég var búin að skrifa niður öll svör fór ég í tölv og byrjaði að skrifa öll svörin. Þegar ég var búin að því setti ég myndir inná ritgerðina. Ég bjó til aðgang að box.net og setti ritgerðina þar inn. Það sem ég læri var að það er mart breit frá því á 13.öld. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt.
Hér er ritgerðin mín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2011 | 12:39
Það mælti mín móðir
Það sem við höfum verið að gera í Samfélagsfræði er ljóð sem heitir Það mælti mín móðir. Það fyrsta sem ég gerði var að ég fór inná google.is og fann myndir úr Eglu síðan setti ég myndirnar inná potho story 3 og stillti tíman á myndunum og síðan talaði ég inn á það með minni eigin rödd og á íslensku
Takk fyrir mig og njótið myndbandsins
Bloggar | Breytt 21.1.2011 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2010 | 11:22
Ferð á slóðir Eglu og Rkholts
Þann 9. nóvember fór allur árgangurinn í 6. bekk að skoða staði sem tengjast sögu Eglu. Tilgangur ferðarinnar var sá að við erum að læra um sögu Egils og ævi hans. Við byrjuðum á því að fara á Landnámssetrið í Borganesi en þar fengum við að hlusta á söguna af Agli. Á setrinu var mjög dimmt og hrollvekjandi en samt mjög flott t.d. Kveld-Úlfur, hross haus á priki, beinagrind, hauskúpa, tré strákur sem var Egil og margt fleira. Síðan fór um við að gröf Skalla-Gríms í Skallagrímsgarði. Þar á eftir fórum við á bæinn Borg á Mýrum en þar átti Egill heima Við skoðuðum kirkjuna og styttu sem heitir Sonartorek en hún er til minningar um son Egils. Síðan var farið í Reykholt en þar tók maður á móti okkur sem heitir Geir Waage. Hann sýndi okkur kirkjuna, gröf Snorra Sturlusonar, Snorra laug, rústirnar af húsinu sem var talið að Snorri hafi dáið í. Þegar við vorum búin að skoða Snorralaug fórum við í rútuna og lögðum af stað heim. Mér fannst þessi ferð mjög skemmtileg og áhugaverð því að við erum að læra um sögu Eglu og ég sá margt flott en sumt var mjög hrollvekjandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2010 | 09:03
Samfélagsfræði

Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar