18.11.2010 | 11:22
Ferð á slóðir Eglu og Rkholts
Þann 9. nóvember fór allur árgangurinn í 6. bekk að skoða staði sem tengjast sögu Eglu. Tilgangur ferðarinnar var sá að við erum að læra um sögu Egils og ævi hans. Við byrjuðum á því að fara á Landnámssetrið í Borganesi en þar fengum við að hlusta á söguna af Agli. Á setrinu var mjög dimmt og hrollvekjandi en samt mjög flott t.d. Kveld-Úlfur, hross haus á priki, beinagrind, hauskúpa, tré strákur sem var Egil og margt fleira. Síðan fór um við að gröf Skalla-Gríms í Skallagrímsgarði. Þar á eftir fórum við á bæinn Borg á Mýrum en þar átti Egill heima Við skoðuðum kirkjuna og styttu sem heitir Sonartorek en hún er til minningar um son Egils. Síðan var farið í Reykholt en þar tók maður á móti okkur sem heitir Geir Waage. Hann sýndi okkur kirkjuna, gröf Snorra Sturlusonar, Snorra laug, rústirnar af húsinu sem var talið að Snorri hafi dáið í. Þegar við vorum búin að skoða Snorralaug fórum við í rútuna og lögðum af stað heim. Mér fannst þessi ferð mjög skemmtileg og áhugaverð því að við erum að læra um sögu Eglu og ég sá margt flott en sumt var mjög hrollvekjandi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.